Hlé á fundi fjárlaganefndar

Björn Leví Gunnarsson er fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd.
Björn Leví Gunnarsson er fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd. mbl.is/Eggert

Hlé var gert á fundi nýrrar fjárlaganefndar sem hófst klukkan 8:30 í morgun, en þingfundur hófst klukkan 10:30. Nefndin heldur áfram fundi klukkan 15:30 í dag. Fjárlögin eru eina mál á dagskrá fjárlaganefndar.

Að sögn Björns Levís Gunnarssonar, fulltrúa Pírata í fjárlaganefnd, komu sérfræðingar frá fjármálaráðuneyti á fundinn og kynntu helstu breytingar á tekjum, útgjöldum, afkomu og efnahagsforsendum. Þá var farið yfir heildarsummu útgjaldanna og var þetta mjög stuttur kynningarfundur samkvæmt Birni Leví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert