Komst fyrst áfram þegar hún þóttist vera karl

Sundbolirnir eru skreyttir ljósmyndum úr íslenskri náttúru.
Sundbolirnir eru skreyttir ljósmyndum úr íslenskri náttúru. Ljósmynd/Secret of Iceland

Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir viðskiptafræðingur er stofnandi Secret of Iceland. Sundbolirnir eru innblásnir af íslenskri náttúru, skreyttir myndum af hrauni, norðurljósum og jöklum.

Sæunn segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún starfaði í ferðamálageiranum enda túristar áhugasamir um íslenska sundmenningu. Sundbolirnir eru framleiddir í Kína en Sæunn segir samskipti við framleiðendur hafa gengið illa til að byrja með. Þegar hún síðan prófaði að notast við nafn og tölvupóstfang kærasta síns og þá var viðmótið allt annað. „Þá svöruðu þeir strax, mjög kurteisir og allir af vilja gerðir.“ 

Greinin í heild birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert