Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi …
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. . Hanna Andrésdóttir

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu.  

Óskar Logi eftir að fá að vita hvert eigið fé og heildareignir 5%, 1%, og  0,1% þeirra landsmanna sem mest áttu árið 2016 sé og hversu hátt hlutfall það sé af eigin fé og heildareignum allra landsmanna árið 2016?

Fyrirspurnin tekur einnig til tekna þeirra tekjuhæstu og til eiginfjár og heildareigna þeirra. Þá vill þingmaðurinn einng fá upplýsingar um það hvernig sú eign hefur þróast á árabilinu 1997–2015.

Að því er fram kemur á vef Kjarnans er fyrirspurn Loga samhljóma fyrirspurn sem  Árni Páll Árna­son, þáver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lagði fram fyrir þremur árum síðan. Þeirri fyrirspurn svaraði Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi og núver­andi fjár­mála­ráð­herra, í febr­úar 2015. Kom fram í svari ráð­herra á þeim tíma að þau 5% lands­­manna sem mest áttu í lok árs 2013 hafi átt 1.052 millj­­arða króna og átt sá hópur, sem taldi þá um tíu þús­und fjöl­­skyld­­ur, þá tæp­­an helm­ing alls eigin fjár á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert