Mjög gott skíðafæri í dag

Veður á skíðasvæðinu er mjög gott og færi til fyrirmyndar.
Veður á skíðasvæðinu er mjög gott og færi til fyrirmyndar.

Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær ævintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu.

Þá er í dag fyrsti opnunardagur vetrarins á skíðasvæðinu í Stafdal á Fjarðarheiði. Þar er 8 gráðu frost og smá gola. Skíðafærið er troðinn þurr snjór, eða eins gott og að verður, að kemur fram í tilkynningu.

Í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið frá klukkan 10 til 16 og er einstaklega fallegt vetrarveður og fínt skíðafæri í fjallinu, að segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert