Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

Svæðið sem um ræðir er í eigu ríkisins. Það er …
Svæðið sem um ræðir er í eigu ríkisins. Það er við flugvöllin í Vatnsmýrinni, skammt frá núverandi flugstöð innanlandsflugs. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús.

Reiturinn sem um ræðir markast af Þjórsárgötu, Njarðargötu, Þorragötu og lóð Þorragötu 6. Svæðið við Þjórsárgötu tilheyrir flugvallarlandi í eigu ríkissjóðs.

Árið 1999 var samþykkt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll og var þá svæðið við Þjórsárgötu innan deiliskipulagsins á flugvallargeira 4, án þess þó að svæðinu væru gerð sérstök skil. Áform eru um að nýta svæðið, sem er óbyggt, til íbúðabyggðar í samræmi við aðalskipulag. Þetta er verðmæt lóð á góðum stað.

Reiturinn tilheyrir Litla-Skerjafirði og er um 1.670 fermetrar að stærð. Að sunnanverðu markast reiturinn af Þorragötu sem liggur milli flugvallarsvæðis og Litla-Skerjafjarðar. 

Vegna nálægðar við flugvöllinn hefur ekki verið leyft að byggja háreist hús á þessu svæði og því er byggðin lágreist, yfirleitt ekki meira en 2-3 hæðir.

Greinin í heild birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert