Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

Veðurútlit á hádegi í dag, sunnudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, sunnudag.

Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Suðvestan- og vestanátt, 8-13 m/s , og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar.

Í kvöld kemur svo lægð að sunnan, 10-15 m/s, með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri. Fleiri lægðir eiga síðan eftir að fylgja í kjölfarið næstu daga og hverri lægð fylgir aukinn vindur, úrkoma og hlýindi, oftast slydda í fyrstu, en síðar rigning.

„Enn sjást ekki nein illviðri í tölvuspám fyrir komandi viku, sem betur fer og vonandi helst sú staða fram yfir jólahelgina,“ að því er segir í  hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert