Hver klukkustund telur

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hvetur samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands til að leysa úr kjaradeilum sínum hið fyrsta. Mikið sé í húfi fyrir ferðamannaiðnaðinn og verkfallið hafi keðjuverkandi áhrif á allar undirgreinar hans.

„Við finnum það að félagsmenn okkar hafa miklar áhyggur,“ segir Helga. Segir hún félagsmenn bæði spyrjast mikið fyrir og eins fá margar fyrirspurnir frá sínum viðskiptavinum. „Áhyggjustigið magnast og í rauninni er það hver klukkustund sem telur.“

Helga telur umhugsunarvert að greinin lendi ítrekað í þessa stöðu. Ljóst sé að Flugvirkjafélagið hafi að meðaltali boðað til verkfalls á eins og hálfs árs fresti frá árinu 2009 og að samanlagt hafi greinar sem áhrif hafa á flugsamgöngur boðað til verkfalls 14 sinnum á síðustu sjö árum.

„Það segir sig sjálf að þetta reynir mikið á og menn hafa miklar áhyggjur,“ segir hún. „Og þær stigmagnast(...) ábyrgð samningsaðila er mikil.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert