Nauðsynlegt að funda til þrautar

Halldór segir flugvirkja þurfa að átta sig á þeirri línu …
Halldór segir flugvirkja þurfa að átta sig á þeirri línu sem ekki verður farið yfir.

Nauðsynlegt er að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag segir Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný.

„Menn verða að ná saman í dag, það bara verður að vera fundað og fundað til þrautar,“ segir hann. „Það er ekki hægt að setja plön tugþúsunda manna í uppnám í aðdraganda jóla. “

Halldór segir augljóst að deiluaðilar séu ekki að ná saman og ítrekar fyrri orð sín um að launakröfur flugvirkja séu óraunhæfar með öllu. Hann segir að komið hafi verið til móts við flugvirkja að mörgu leyti en til staðar sé lína sem ekki verður farið yfir.

„Þeir þurfa bara að átta sig á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert