Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna verkfalls …
Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna verkfalls flugvirkja. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair.

„Verkföll eru ávallt neyðaraðgerð þegar samningsumleitanir hafa ekki skilað árangri,“ segir á vefsíðu félagsins.

„FÍA skorar á samningsaðila að leita allra leiða til að finna samningsgrundvöll svo að verkfalli geti lokið.“

Fund­um í kjara­deil­um Fé­lags at­vinnuflug­manna vegna Icelanda­ir sem áttu að vera í síðustu var frestað um óákveðinn tíma vegna kjaradeilu flugvirkja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert