Framkvæmdir á döfinni

Þrjú skemmtiferðaskip í Grundarfirði á fallegum sumardegi.
Þrjú skemmtiferðaskip í Grundarfirði á fallegum sumardegi. Ljósmynd/Sverrir Karlsson

Gert er ráð fyrir tæplega 30 milljóna króna afgangi fyrir fjármagnsliði af rekstri Grundarfjarðarbæjar á næsta ári, en heildartekjur sveitarfélagsins verða skv. fjárhagsáætlun 1.034 m. kr.

Af þeim fer tæplega helmingur í laun. Fjármagnsgjöld eru áætluð 70,3 milljónir króna. Ráðgert er á næsta ári að verja 16,9 m.kr. í framkvæmdir vegum Grundarfjarðarbæjar.

Lagfæra á skólahús, bæta íþróttaaðstöðu, lagfæra tjaldstæði og kaupa búnað fyrir skóla, áhaldahús og slökkvistöð. Þá er ráðgert að hefjast handa um byggingu viðbyggingar við svokallaðan Norðurgarð hafnarinnar, fáist til slíks fé frá ríkissjóði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert