Hellirigning á sunnanverðu landinu í kvöld

Það hefur hlýnað og rignt talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Það hefur hlýnað og rignt talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag. mbl.is/Hari

Búast má við talsverðri og sums staðar mikilli rigningu á sunnanverðu landinu fram að miðnætti. Þetta kemur fram á vedur.is.

Úrkoman fellur að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum og má búast við talsverðum vatnavöxtum í ám og lækjum sunnan- og suðaustanlands.

Einnig mun rigna talsvert á norðanverðu Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum.

Hiti á landinu er 2 til 9 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert