Leika Mozart við kertaljós í 25. sinn

Kammerhópurinn Camerarctica.
Kammerhópurinn Camerarctica.

Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.

Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í 24 ár og verður þetta því í 25. skiptið sem þessi tónleikaröð er haldin og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu.

Á efnisskránni eru tvær af perlum Mozarts, kvintett fyrir klarínett og strengi og kvartett fyrir flautu og strengi. Fyrstu tónleikar þessa árs verða í Hafnarfjarðarkirkju annað kvöld, í Kópavogskirkju á miðvikudag, í Garðakirkju á fimmtudag og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík á föstudag. Allir tónleikar hefjast kl. 21 og standa í um klukkustund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert