Grýla dottin í ástarsögurnar og orðin vegan

Gáttaþefur og Bjúgnakrækir, tveir af þrettán bræðrum sem heimsækja Dimmuborgir …
Gáttaþefur og Bjúgnakrækir, tveir af þrettán bræðrum sem heimsækja Dimmuborgir á hverju ári og færa börnum franskar í skóinn. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Í Dimmuborgum við Mývatn hafa 13 íslenskir jólasveinar aðsetur fyrir hver jól. Þeir hafa komið í Dimmuborgir árlega síðan 2005 til þess að gleðja Mývetninga og ferðafólk.

Einn jólasveinninn, Gáttaþefur, kom til byggða í Dimmuborgir í gær. „Ég átti að vera heima að taka til en ég fór að hlakka til og ég gat ekki beðið með að koma, taka á móti fólki og hlakka til jólanna,“ segir Gáttaþefur.

Auk þess að sinna gestum sem koma í Dimmuborgir sjá jólasveinarnir um að gefa þægum börnum í skóinn. Þá koma þeir saman og baða sig í Dimmuborgum á jólunum, en það segja þeir eina bað sitt á árinu og dugi það alveg.

Sjá viðtal við Gáttaþef í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert