Mest lesið á mbl.is á árinu sem er að líða

Fréttin um að danska freigátan Triton sigldi í átt að …
Fréttin um að danska freigátan Triton sigldi í átt að Polar Nanoq var mest lesna frétt ársins.

Af tólf mest lesnu fréttum ársins sem senn er á enda fjölluðu ellefu um hvarf Birnu Brjánsdóttur í janúar. Eina fréttin sem fjallaði ekki um það hræðilega mál snýr að verðlagi í Costco.

Gunnar fór á kostum í London

Janúar og febrúar sneru meira og minna að hvarfi Birnu og rannsókn á málinu. Bardagakappinn Gunnar Nelson stal senunni í mars þar sem hann lumbraði á Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í London.

Gunnar Nelson vann Alan Jouban af öryggi í mars.
Gunnar Nelson vann Alan Jouban af öryggi í mars. Ljósmynd/UFC

„Hver sem er getur lent í þessu“

Flugfreyjan Halldóra Guðjónsdóttir vann hug og hjarta landsmanna í apríl þegar greint var frá því að hún bjargaði lífi þriggja til fjögurra ára gamallar stúlku. Hún var stödd í Primark í Boston þar sem stúlkan var hætt að anda en Halldóra endurlífgaði hana. „Hver sem er getur lent í þessu,“ sagði Halldóra, sem sagði þetta atvik hafa sýnt hversu mikilvægt það er að kunna skyndihjálp.

Halldóra Guðjónsdóttir.
Halldóra Guðjónsdóttir.

Helsta umræðuefnið á kaffistofum víða um land í maí var Costco. Fjórar mest lesnu fréttir mánaðarins voru tengdar versluninni, sem var opnuð í maí.

Mikil örtröð var við verslun Costco þegar hún opnaði í …
Mikil örtröð var við verslun Costco þegar hún opnaði í vor. mbl.is/Ófeigur

Það vakti talsverða athygli í júní þegar knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen og eiginkona hans, Ragnhildur Sveinsdóttur, skildu. Aðrar fréttir sem voru mikið lesnar tengdust manndrápi í Mosfellsbæ þegar ráðist var að Arnari Jónssyni Aspar og hann lést.

Flýja kuldann í júlí

Léttari fréttir voru vinsælastar í heitasta mánuði ársins; júlí. Mest lesna frétt mánaðarins var einmitt sjóðandi heit en hún var listi yfir heitustu einhleypu konur landsins. Önnur fréttin átti ef til vill ekki alveg við í júlí en hún fjallar um fjölskyldu sem fékk nóg af kuldanum á Fróni og flutti til Kanarí.

Fjölskyldan sagði skilið við kuldann á Íslandi og flutti til …
Fjölskyldan sagði skilið við kuldann á Íslandi og flutti til Kanarí-eyja. ljósmynd/Siggi Palli

Gamall og góður Íslandsvinur komst í fréttirnar í ágúst en rætt var við Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu. Viðtal við Jóhannes Eggertsson var mest lesið en þar ræddi hann um aðgang að einkamal.is þar sem hann þóttist vera 14 ára stúlka. Hann fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“.

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. AFP

Svali kveður Ísland

Útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns bloggaði um það í september að hann og fjölskylda hans hygðust flytja til Tenerife um áramótin en mikið var smellt á frétt um flutninginn. Frétt um karlmann sem leitaði sér aðstoðar á Landspítalanum eftir að hann varð var við dautt nagdýr í salati sem hann hafði keypt á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu vakti eftirtekt netverja.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rannsakaði í september aðbúnað á veitingastað eftir að …
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rannsakaði í september aðbúnað á veitingastað eftir að karlmaður sagðist hafa fundið dautt nagdýr í salati sem keypt var þar. Ekkert þykir þó benda til nagdýravanda á staðnum. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti á HM í Rússlandi í október og að vanda hafði fólk mikinn áhuga á því hvað útlendingar hefðu að segja um okkur, sérstaklega þegar vel gengur. Eiginkona Emils Hallfreðssonar landsliðsmanns vakti athygli en hún fastar í 17 klukkustundir á sólarhring.

Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna marki þegar …
Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna marki þegar Ísland tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Var þitt nafn skráð á meðmælendalista?

Mest lesna fréttin í kosningamánuðinum október sneri að því að fólk gæti kannað hvort nafn þess hefði verið skráð á meðmælendalista einhvers framboðanna sem hugðust bjóða fram til Alþingis.

Harmleikurinn í Hrísey, þegar þrjú létust eftir að bíll fór í sjóinn, voru tvær mest lesnu fréttir næstsíðasta mánaðar ársins.

Ungt karldýr dregur fæturna að ruslatunnu til að leita sér …
Ungt karldýr dregur fæturna að ruslatunnu til að leita sér að æti. Ljósmynd/Úr myndskeiði Pauls Nicklen

Fréttir tengdar metoo-byltingunni voru mikið lesnar í jólamánuðinum. Auk þeirra vakti frétt sem fjallaði um dauðastríð ísbjarnar talsverða athygli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert