Þrír áfram á gjörgæslu

Tólf voru fluttir á Landspítalann í tveimur þyrlum.
Tólf voru fluttir á Landspítalann í tveimur þyrlum. mbl.is/Árni Sæberg

Mikill viðbúnaður var hjá starfsfólki Landspítalans í gær vegna alvarlegs hópslyss sem varð skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Alls voru 12 einstaklingar fluttir með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar á spítalann. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Þar segir ennfremur að af þessum 12 þurftu fimm á gjörgæslumeðferð að halda og útskrifast tveir þeirra á bráðalegudeildir í dag. Þar liggja fyrir fimm sem hlutu áverka í slysinu. 

Enn þurfa þrír á gjörgæslumeðferð að halda.

Tveir af fyrrnefndum 12 útskrifuðust frá bráðamóttöku og Landspítala strax í gær.

Kínverskir ferðamenn voru í rútunni og íslenskur bílstjóri. Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert