Ríkisráð fundaði á Bessastöðum

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á …
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisráð kom saman til reglulegs fundar á Bessastöðum klukkan 10 í morgun. Samkvæmt stjórnarskránni skipa forseti Íslands og ráðherrar ríkisráð og hefur forseti þar forsæti.

Það er hefð fyrir því að ríkisráð komi saman á gamlársdag.

Á fundinum voru endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við fjölmiðla við komuna á Bessastaði.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við fjölmiðla við komuna á Bessastaði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bera skal upp fyrir forseta í ríkisráði öll lög, þar á meðal bráðabirgðalög og mikilvægar stjórnarráðstafanir. Til mikilvægra stjórnarráðstafana skal telja:

  1. Lagafrumvörp, sem ráðherra vill leggja fyrir Alþingi.
  2. Tillögur um að kveðja saman Alþingi, slíta því, fresta fundum þess eða rjúfa það.
  3. Samninga við erlend ríki sem eru mikilvægir eða þurfa staðfestingar ríkisstjóra annaðhvort samkvæmt stjórnarskránni eða samkvæmt ákvæðum samningsins.
  4. Tillögur um veitingu á, lausn eða frávikningu frá embætti, eða flutning úr einu embætti í annað, sem forseti veitir.
  5. Tillögur um, að saksókn fyrir afbrot skuli falla niður, um náðun og um almenna uppgjöf saka.
  6. Ríkisstjóraúrskurði, tilskipanir, opin bréf og aðrar mikilvægar stjórnarráðstafanir, sem hafa ekki þegar verið taldar hér á undan.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
Frá vinstri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sigríður …
Frá vinstri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sigríður Andersen dómsmálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er fremstur til hægri á myndinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert