Bílvelta í Ártúnsbrekku

Bíllinn hafnaði á vegriði og kastaðist niður brekkuna.
Bíllinn hafnaði á vegriði og kastaðist niður brekkuna. mbl.is/Sigurður Bogi

Bíll valt í Ártúnsbrekku  fyrir skömmu og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum. 

Tækjabíll frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og tveir sjúkrabílar eru á vettvangi. 

Ökumaður bifreiðarinnar var á leið í vesturátt þegar bíllinn valt. Vegrið við Ártúnsbrekkuna mun hafa farið í sundur. 

Ökumaðurinn var einn í bílnum og hefur hann verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar. Ekki er unnt að greina frá líðan hans að svo stöddu.

Bíllinn er illa farinn. Ökumaðurinn hefur verið fluttur á bráðadeild …
Bíllinn er illa farinn. Ökumaðurinn hefur verið fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert