Halda fram mismunandi leiðum

Teigsskógur. Fólk ber mismunandi tilfinningar til vegar um skóginn.
Teigsskógur. Fólk ber mismunandi tilfinningar til vegar um skóginn. mbl.is/Helgi Bjarnason

Nokkrar umsagnir og athugasemdir bárust um vinnslutillögu sveitarstjórnar Reykhólahrepps um það hvar Vestfjarðavegur eigi að liggja um Gufudalssveit.

Í umsögnunum er haldið á lofti ágæti og vanköntum þeirra tveggja leiða sem fjallað er um, að því er Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir í Morgunblaðinu í dag.

Sveitarstjórn vinnur að breytingum á aðalskipulagi til að hægt sé að leggja betri veg um Gufudalssveit. Vegagerðin telur rétt að nýr vegur liggi meðfram Þorskafirði og þar með eftir umdeildri veglínu um Teigsskóg. Eftir endurskoðað umhverfismat þarf að breyta veglínunni til að reyna að hlífa skóginum en sú leiðrétting kallar á breytingu á aðalskipulagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert