Á fjórða tug hálkuslysa í dag

„Fólk er að brjóta sig, þetta eru leiðindabrot bæði á ökklum og höndum. Útlimabrot mikið en einnig höfuðhögg,“ segir Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri bráðadeildar Landspítalans, þar sem álag hefur verið mikið undanfarna daga vegna hálkuslysa. Klukkan 16 í dag höfðu á fjórða tug manns komið á deildina eftir hálkuslys.  

Flughált hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar rigninga síðustu daga. Víða eru enn stórir hálkublettir og mbl.is myndaði í miðbænum í dag þar sem fólk þurfti að hafa varann á þegar farið var yfir hálkubletti.

Bryndís segir að víða þurfi að gera betur í hálkuvörnum bæði hjá hinu opinbera en einnig hjá fyrirtækjum til að draga úr hættunni. Sér í lagi segir hún hafa verið áberandi að fólk hafi dottið í kirkjugörðunum að undanförnu og hefur komið ábendingum um það áleiðis innan borgarkerfisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert