Sílóin fallin til jarðar

Hér má sjá það sem eftir stendur af sílóunum.
Hér má sjá það sem eftir stendur af sílóunum. Ljósmynd/Aðsend

Síló Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féllu til jarðar í morgun. Verktakinn sem annast niðurrif verksmiðjunnar hófst á mánudag handa við að mylja sílóin niður með vélum.

Tvívegis hafði verið reynt að jafna þau við jörðu með sprengingum, án árangurs.

„Það er fínt að þessu sé lokið en það er auðvitað heilmikið verkefni eftir. Það er gott að vita til þess að verkefninu miðar vel áfram og er á undan áætlun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. 

Niðurrifinu á byggingum Sementsverksmiðjunnar á að ljúka í október. 

Faxabraut, sem liggur við verksmiðjuna, verður opnuð í dag. Hún hefur verið lokuð frá 30. desember síðastliðnum, eða í tæpar tvær vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert