Sóknir með skuldaklafa

Hlutfall skulda Hallgrímskirkju og sóknargjalda er 833% og Grafarvogskirkju 564%.
Hlutfall skulda Hallgrímskirkju og sóknargjalda er 833% og Grafarvogskirkju 564%. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkrir söfnuðir þjóðkirkjunnar skulda mikið í hlutfalli við tekjur af sóknargjöldum. Þetta sést í yfirliti um úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sókna, sem kirkjuráð hefur birt.

Hallgrímskirkja í Reykjavík, ein af höfuðkirkjum landsins, skuldar rúmar 280 milljónir en fær tæpar 34 milljónir í sóknargjöld vegna 3.123 sóknarbarna. Skuldahlutfallið er því 833,1%. Söfnuðurinn sótti um 90 milljónir úr sjóðnum vegna endurbóta og skulda en fær 15 milljónir. Sóknin þarf að standa straum af rekstri og viðhaldi eins helsta kennileitis höfuðborgarinnar.

Í umfjöllun um skuldamál þessi í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að skuldahlutfall Grafarvogssóknar, fjölmennustu sóknar landsins, er 564,2% en hún skuldar tæpar 645 milljónir og fær rúmar 114 milljónir í sóknargjöld vegna 10.524 gjaldenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert