Neysluvatn soðið á Landspítalanum

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Eggert Jóhannesson

Landspítalinn beinir þeim tilmælum til starfsmanna sinna að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks á spítalanum þar til „neyðarástandi“ hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í færslu á facebooksíðu spítalans. Þar segir enn fremur að spítalanum hafi ekki verið gert viðvart um málið heldur hafi stjórnendur frétt af því, eins og aðrir landsmenn, í fréttum.

Að sögn Ólafar Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er málið á könnu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, sem sér um sýnatökur úr vatnsbólum. 

Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir í samtali við mbl.is að niðurstöður sýnatökunnar hafi verið rétt yfir viðmiðunarmörkum en tekin hafi verið ákvörðun um að senda út fréttatilkynningu, sem er öllum opin. Hún sagði það ekki í verkahring heilbrigðiseftirlitsins að senda út slíkar tilkynningar.

Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítala, staðfestir að spítalinn hafi fyrst frétt af málinu í fréttum. Aðspurður játar hann að það geti verið erfitt verk að ætla að sjóða allt neysluvatn á jafnstórum vinnustað og Landspítala en segir að starfsmenn geri sitt besta.

Sóttvarnardeild spítalans fundar í fyrramálið með heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Vatnsból Reykvíkingar eru nyrst í Heiðmörkinni. Myndin er tekin á …
Vatnsból Reykvíkingar eru nyrst í Heiðmörkinni. Myndin er tekin á þeim slóðum og Vífilsfell í baksýn. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert