Tillaga sjálfstæðismanna felld

Gistiheimili Hjálpræðishersins var byggt árið 1916.
Gistiheimili Hjálpræðishersins var byggt árið 1916. mbl.is/Árni Sæberg

Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálpræðisherinn frá því að greiða gatnagerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74, var felld í borgarstjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm.

„Tillagan varð lögð fram á grundvelli þeirrar starfsemi sem Hjálpræðisherinn stendur fyrir og hefur staðið fyrir í Reykjavík í rúma öld, en Hjálpræðisherinn, sem er trúfélag, virðist ekki njóta jafnræðis varðandi ókeypis úthlutun á byggingarlóðum hjá Reykjavíkurborg líkt og önnur trúfélög hafa fram að þessu fengið,“ segir Kjartan.

Tillagan var felld með níu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri-grænna og Pírata gegn fimm atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa. Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr hjá við afgreiðslu málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert