Þingið kemur saman

Fámennt var á Alþingi síðasta virka dag nýliðins árs.
Fámennt var á Alþingi síðasta virka dag nýliðins árs. mbl.is/​Hari

Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almennum leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmálanna.

Fær hver flokkur 10 mínútna ræðutíma og eru efnistök frjáls. „Það var samkomulag um að hleypa smá pólitískri umræðu að. Flokkarnir ráða því sjálfir hvað verður tekið fyrir. Ekkert sérstakt er gefið upp annað en bara staða stjórnmálanna í byrjun árs og verkefni vorþingsins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.

Fjármálastefna næstu fimm ára verður á dagskrá á morgun og síðan verða þingmannamál tekin fyrir á miðvikudag og fimmtudag, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert