Skattarnir aldrei meiri

mbl.is/Kristinn Magnússon

Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Tölurnar eru á föstu verðlagi 2017. Lagðar eru saman tekjur af útsvari, fasteignagjöldum og framlag úr jöfnunarsjóði.

Tilefni útreikninganna er umfjöllun í Morgunblaðinu í gær um að innviðagjöld í Furugerði í Reykjavík verða sem svarar 1,5 milljónum á 100 fermetra íbúð. Nýir íbúar munu greiða gjaldið með íbúðaverðinu.

Bætist við miklar skatttekjur

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir þessa gjaldtöku bætast við miklar skatttekjur sveitarfélagsins. „Í samanburði við önnur sveitarfélög er Reykjavík með háar tekjur af hverjum íbúa... Það skýtur því skökku við að Reykjavíkurborg bæti við innviðagjaldi sem jafnvel finnst ekki lagastoð fyrir.

Engin borgarlína á Nesinu

Fram hefur komið að innviðagjald í Reykjavík á meðal annars að standa undir kostnaði við borgarlínu.

Þau tíðindi hafa orðið í undirbúningi borgarlínunnar að hún mun ekki liggja inn í Seltjarnarnesbæ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert