Katrín sendir ófrískum forsætisráðherra góðar kveðjur

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, ásamt eiginmanni sínum, Clarke Gayford, er …
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, ásamt eiginmanni sínum, Clarke Gayford, er þau greindu frá því að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman. AFP

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sent forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, hamingjuóskir en Ardern á von á sínu fyrsta barni. 

Ardern, sem deildi þessum gleðifréttum með þjóðinni nýveirð, segir að hún muni halda ótrauð áfram að sinna sínum starfsskyldum, en nýsjálenska þjóðin hefur tekið tíðindunum fagnandi sem og Katrín Jakobsdóttir sem sendi Ardern kveðju í kvöld í gegnum Twitter. 

Í kveðjunni bendir Katrín á að hún hafi verið ófrísk þegar hún var menntamálaráðherra veturinn 2010 og 2011. „Ég mæli með þessu,“ skrifar Katrín ennfremur.

Katrín Jakobsdóttir þekkir það af eigin raun að ganga með …
Katrín Jakobsdóttir þekkir það af eigin raun að ganga með barn og sinna ráðherrastörfum á sama tíma. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert