Forseti ASÍ segir afskipti formanns VR fordæmalaus

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Birgir Ísleifur Gunnarsson

„Mér finnst mjög athyglisvert að formaður VR sé með svona beinum hætti að hafa afskipti af kjöri í öðru félagi. Ég man ekki eftir að hafa heyrt af slíku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Tilefnið er að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur til embættis formanns Eflingar. Ragnar Þór sagði í samtali við mbl.is í gær að ef Sólveig og hennar framboðslisti næði kjöri, væri Gylfa Arnbjörnssyni ekki lengur sætt sem forseta ASÍ.

„Forysta ASÍ er kosin á þingum ASÍ og tengist ekkert kjöri í einstaka aðildarfélögum. Ragnar Þór hefur búið sér til einhverja kenningu um að á bak við þetta liggi einhver önnur ákvörðun en að kjósa til forystu félaganna,“ segir Gylfi, sem segist lítið skilja í téðum ummælum Ragnars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert