Skoða að takmarka aðgengi að lyfjum

Lyfjastofnun
Lyfjastofnun mbl.is/Hjörtur

Lyfjastofnun hefur til skoðunar hvernig mögulegt er að takmarka aðgengi aðópíóíðum, segir skriflegu svari frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi ummæli Ólafs B. Einarssonar, sérfræðings í lyfjateymi embættis landlæknis, á mbl.is í síðustu viku. 

Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis.
Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur sagði á mbl.is að meg­in­vandi vegna ávana­bind­andi lyfja á Íslandi verði ekki leyst­ur nema sett­ar verði meiri skorður á aðgengi ein­stak­linga að ávís­un­um og önn­ur úrræði efld.

„Von er til þess að með nýrri reglu­gerð um gerð lyf­seðla sem tek­ur gildi í apríl ásamt meira eft­ir­liti og  notk­un lækna á lyfja­gagna­grunni muni ástandið batna. Sá hóp­ur lækna sem ávís­ar óhóf­lega er ekki stór og flest­ir hafa sett sér vinnu­regl­ur sem þeir fara eft­ir, leiðbein­ing­ar embætt­is land­lækn­is eru ágæt­ar til þess,“ sagði Ólaf­ur B. Ein­ars­son.

Í svari heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að í apríl mun taka gildi reglugerð um afgreiðslu og afhendingu lyfja, sem þrengir að ávísunum svokallaðra ópíóíða. Lyfjastofnun hefur einnig til skoðunar hvernig mögulegt sé að takmarka aðgengi að ópíóíðum.

Innan ráðuneytisins verður stofnaður starfshópur með það hlutverk að móta tillögur um hvernig hægt sé að draga úr mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Þessi mál eru því í skoðun innan heilbrigðisráðuneytisins, segir í svari frá ráðuneytinu við fyrirspurn mbl.is.

Tæp­lega þriðjung­ur þjóðar­inn­ar fær ávísað ávana­bind­andi lyfj­um á hverju ári frá rúm­lega tvö þúsund lækn­um. Flest­ir ein­stak­ling­ar fá aðeins lít­il­ræði af lyfj­um en sá hóp­ur sem fær óhóf­lega skipt­ir hundruðum.

Til að bæta eft­ir­lit með lyfja­á­vís­un­um var sett­ur á lagg­irn­ar lyfja­gagna­grunn­ur árið 2006 en þrátt fyr­ir til­komu hans héldu ávís­an­ir áfram að aukast. Með til­komu grunns­ins var bet­ur hægt að bera lyfja­á­vís­an­ir á Íslandi sam­an við aðrar þjóðir en einnig að upp­lýsa lækna eða gera at­huga­semd­ir vegna ávís­ana þeirra.

Fyr­ir þá ein­stak­linga sem fara á milli lækna var lítið hald í lyfja­gagna­grunni en vand­inn fólst í því að koma upp­lýs­ing­un­um til lækna sem var sein­virkt í gegn­um síma eða með bréfa­skipt­um.

Í dag hafa lækn­ar bein­an aðgang að upp­lýs­ing­um um lyfja­á­vís­an­ir í raun­tíma ásamt því að sjá það sem sjúk­ling­ur á af lyfj­um í lyf­seðlagátt.

Þrátt fyr­ir til­komu lyfja­gagna­grunns held­ur heild­ar­magn ávísaðra tauga- og geðlyfja áfram að aukast á Íslandi og mun­ur­inn verður meiri miðað við aðrar þjóðir. Ljóst er að eft­ir­lit eitt og sér kem­ur ekki til með að snúa þess­ari þróun, hér þarf að breyta þjón­ustu við sjúk­linga og sam­fara því þarf lyfja­menn­ing land­ans að breyt­ast,“ seg­ir Ólaf­ur.

Um helgina var greint frá því að fimm einstaklingar hafi látist af völdum ofneyslu lyfja það sem af er árinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert