Eygló nýr stjórnarformaður LÍN

Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðimálaráðherra, er nýr stjórnarformaður Lánasjóðs …
Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðimálaráðherra, er nýr stjórnarformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna. mbl.is/Eggert

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað Eygló Harðardóttur, Lárus Sigurð Lárusson, Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Teit Björn Einarsson, tilnefndan af fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Eygló Harðardóttir er nýr formaður stjórnar en hún er fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna 2013-2016.

Lárus Sigurður Lárusson er nýr varaformaður stjórnarinnar en hann er lögfræðingur og starfar sem lögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum. Lárus skipaði einnig fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu Alþingiskosningum.

Sigrún Elsa Smáradóttir er matvæla og viðskiptafræðingur MBA. Sigrún hefur meðal annars gegnt starfi  varaborgarfulltrúa og borgarfulltrúa fyrir Samfylkinguna á árunum 1998-2010.

Teitur Björn Einarsson er skipaður samkvæmt tilnefningu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Teitur Björn er lögfræðingur og var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2016-2017 og var aðstoðamaður fjármála- og efnahagsráðherra 2014-2016.

Fyrir í stjórn LÍN eru Ragnar Auðun Árnason, tilnefndur af SHÍ, Jóhann Gunnar Þórarinsson, tilnefndur af SÍNE, Rebekka Rún Jóhannesdóttir, tilnefnd af BÍSN og Hildur Björgvinsdóttir, tilnefnd af SÍF.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert