Iðnaður að fara í harða lendingu

Laun í íslenskum iðnaði hafa hækkað mikið síðustu misseri.
Laun í íslenskum iðnaði hafa hækkað mikið síðustu misseri.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir það hafa gengið eftir sem hún varaði við að íslenskur iðnaður myndi ekki standa undir svo miklum launahækkunum.

Útflutningsfyrirtæki hafi tekið á sig stórhækkaðan launakostnað samtímis því sem gengið hafi styrkst. Fyrir vikið sé samkeppnisstaða margra þeirra orðin svo slæm að það hljóti að kalla á aðgerðir. Uppsagnir á 86 starfsmönnum Odda í vikunni séu váboði í þessu efni.

„Ég fór aldrei í grafgötur með að í þeirri kjarasamningalotu var boginn spenntur til hins ýtrasta. Auðvitað höfum við þungar áhyggjur af því að innlend framleiðsla sé á brún hengiflugs. Sá hryggilegi atburður sem varð í vikunni hjá Odda gæti verið upptaktur að hagræðingaraðgerðum fleiri fyrirtækja. Á tímabili hjálpaði styrking krónunnar mörgum fyrirtækjum, til dæmis í fyrra. Engu að síður voru hækkanirnar innanlands meiri en svo að sterkara gengi krónu gæti vegið á móti. Samkeppnisstaða margra fyrirtækja sem eru í útflutningi er til dæmis að engu orðin,“ segir Guðrún í fréttaskýringu um stöðu iðnaðarins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert