Margrét ryður brautina

Talsmaður sjúklinga. Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og lögfræðingur.
Talsmaður sjúklinga. Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og lögfræðingur. mbl.is/​Hari

Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og lögfræðingur, hefur brotið ísinn á þremur mismunandi stöðum, alls staðar þurft að hafa fyrir sínu og er stolt af árangrinum.

Að loknu námi í Bandaríkjunum flutti Margrét aftur heim og hóf störf sem hjúkrunarframkvæmdastjóri á Borgarspítalanum 1985. Hún er nú verkefnastjóri á gæðadeild Landspítalans og talsmaður sjúklinga, tekur við ábendingum þeirra og leiðbeinir þeim varðandi réttindi sín.

„Ég tek við ábendingum sjúklinga í sambandi við þjónustu og kem þeim til skila til starfsfólksins auk þess sem ég leiðbeini sjúklingum og fjölskyldum þeirra varðandi réttindi sín, en kerfið getur verið svolítill frumskógur fyrir þá sem ekki þekkja,“ segir hún. Í viðtali á baksíðu Morgunblaðsins í dag segir Margrét að víða sé pottur brotinn í heilbrigðisþjónustunni og skýrari stefnumótunar sé þörf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert