Nefndin íhugar að hleypa umboðsmanni að

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. mbl.is/​Hari

Til greina kemur að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd dragi sig í hlé í Landsréttarmálinu til að hleypa umboðsmanni Alþingis að. Þetta sagði Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, í Silfrinu á RÚV í dag.

Málið verður rætt á fundi nefndarinnar á morgun, mánudag. „Umboðsmaður Alþingis hefur sagt að hann ætli ekki að opna málið á meðan við erum í okkar vinnu,“ sagði Helga Vala. Hún telur það því mögulegt að nefndin muni bakka í sínu starfi og að umboðsmaður fái að taka við keflinu. „Þetta er það sem við munum ræða á morgun.“

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það langsótt að skipun dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt geti leitt til ógildingar dóma þar sem Hæstiréttur hefur þegar hafnað því að ógilda skipunina. „Og það var fyrsta krafa þeirra sem höfðuðu málið,“ sagði Birgir, sem var einnig gestur í Silfrinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert