Stokkalausn var sett á ís

Á Miklubraut
Á Miklubraut mbl.is/Golli

Stokkalausn á Miklubraut var ein af þeim vegaframkvæmdum sem frestað var þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sömdu við ríkið um að leggja fé í tilraunaverkefni um eflingu strætó.

Eyþór Laxdal Arnalds, nýkjörinn oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, gagnrýnir að lagt hafi verið í mikinn kostnað við Miklubrautina á sama tíma og undirbúnar voru tillögur um að taka upp gömlu hugmyndina um að leggja Miklubraut í stokk.

„Það er ekki trúverðugt að rúmum 100 dögum fyrir kosningar sé borgarstjórnarmeirihlutinn að dusta rykið af gamalli hugmynd um Miklubraut í stokk, hugmynd sem sjálfstæðismenn studdu en meirihlutinn tók af dagskrá árið 2012. Mér finnst ekki trúverðugt að þegar verið er að ljúka framkvæmd upp á hálfan milljarð við grjótgarða sitthvorumegin við Miklubrautina fjárfesti borgin í kynningarmyndbandi um Miklubraut í stokk, einmitt þá tillögu sem borgarstjórnarmeirihlutinn afskrifaði,“ segir Eyþór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert