Margir enn reiðir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Hari

„Það hefur mikið gengið á í íslenskum stjórnmálum og fólk treystir ekki íslenskum stjórnmálamönnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. „Ég skil fólkið.“

Katrín segir að nú verði stjórnmálafólk að finna leiðir til að almenningur geti treyst þeim aftur. Hún segir að margir samherjar hennar á vinstri væng stjórnmálanna séu henni enn reiðir fyrir að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki.

Katrín segist þekkja formenn flokkanna, Sigurð Inga Jóhannsson og Bjarna Benediktsson, vel og að stjórnarsamstarfið gangi vel. Ákvörðun hennar að mynda stjórn með þeim hafi verið rétt.

Hún sagði kerfisbreytingar nauðsynlegar til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum í landinu. Til þess þyrfti að fá ólíka flokka saman að borðinu og þá gengi ekki að segja „ég ætla ekki að vinna með þér af því að þú gerðir hlut sem var siðferðislega rangur,“ sagði Katrín.

Viðtalið í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert