Neitar að afhenda gögn

Húsakynni Landsréttar.
Húsakynni Landsréttar. mbl.is/RAX

Gunnlaugur Claessen, formaður dómnefndar vegna umsókna um dómarastöður við Landsrétt, segir fundargerðir nefndarinnar ekki verða afhentar að sinni. Nefndin muni ræða málið síðar.

Gunnlaugur vék að fundargerðunum í bréfi til ráðherra 28. maí 2017: „Tekið skal fram að þá vantar fundargerðir síðustu funda fyrir starfslok nefndarinnar þar sem málefnið var eðli máls samkvæmt einkum rætt. Samkvæmt upplýsingum þáverandi starfsmanna nefndarinnar hefur ekki gefist tími til að færa þær fundargerðir vegna anna við önnur störf,“ sagði Gunnlaugur m.a.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram, að fundargerðirnar voru ekki meðal dómskjala í dómsmálum tveggja umsækjenda um Landsrétt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert