Fékk næstum stjórnlausan bíl á sig

Örfáir sentímetrar skildu að bifreið Friðriks Helga Friðrikssonar og stjórnlausu bifreiðina sem kom á móti honum á Vesturlandsvegi um miðjan dag í gær. Litlu munaði að stórslys yrði innst í Kollafirðinum, líkt og má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.

Í samtali við mbl.is segir Friðrik Helgi að aðstæður hafi verið ágætar á veginum í gær en í brekkunni þar sem atvikið varð hafi fokið smá snjór yfir veginn. Friðrik Helgi var á leið til Reykjavíkur þegar atvikið varð en bifreiðin sem kom á móti honum hafnaði þversum á veginum úti við vegkantinn, en fór þó ekki út af veginum.

„Þetta hefði getað farið töluvert verr,“ segir Friðrik Helgi. Hann segir brýnt að ráðist verði í samgöngubætur á Vesturlandsvegi sem allra fyrst til að draga úr slysahættu á veginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert