Lars Lagerbäck fékk fálkaorðuna

Lars Lagerbäck stýrði fótboltalandsliðinu með góðum árangri á EM sumarið …
Lars Lagerbäck stýrði fótboltalandsliðinu með góðum árangri á EM sumarið 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Forseti Íslands veitti alls 48 fálkaorður í opinberri heimsókn sinni til Svíþjóðar á dögunum. Við sama tækifæri fengu 16 Íslendingar Norðurstjörnuorðuna frá Karli Gústav Svíakonungi.

Meðal þeirra Svía sem fengu fálkaorðuna voru Lars Lagerbäck, fv. þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Carl Philip prins, Daníel krónprins, Nanna Hermannsson, fv. borgarminjavörður í Reykjavík, og Peter Eriksson, húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar.

Einnig fengu sr. Ágúst Einarsson og Ingibjörg Helgadóttir hjúkrunarfræðingur fálkaorðu fyrir störf sín í Svíþjóð. Hefð er fyrir því í heimsóknum sem þessum á Norðurlöndunum og víðar að skiptast á heiðursorðum viðkomandi ríkja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert