Verslun mætir mótbyr

Neikvæð umræða var um íslenska verslun er Costco var opnað.
Neikvæð umræða var um íslenska verslun er Costco var opnað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi.

Þá sögðu um tuttugu prósent svarenda að á heildina litið væri upplifun þeirra af verslun hér á landi neikvæð. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, bendir á í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt könnuninni séu þó 66-67% landsmanna jákvæð gagnvart atvinnugreininni.

Hann segir einnig rétt að skoða niðurstöður könnunarinnar í ljósi þess að hún fór fram skömmu eftir að tveir erlendir verslunarrisar, Costco og H&M, hófu starfsemi á Íslandi og að í kringum það skapaðist töluverð neikvæð umræða um íslenska verslun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert