Sjúkratryggingar vilja segja upp samningi

Húsnæði Sjúkratrygginga Íslands.
Húsnæði Sjúkratrygginga Íslands.

Sjúkratryggingar Íslands hafa tilkynnt sérgreinalæknum og sjúkraþjálfurum að þeir megi eiga von á því að rammasamningi þeirra og Sjúkratrygginga verði sagt upp. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur einnig verið látin vita af þessu.

Greint var frá þessu í tíufréttum RÚV.

Sjúkratryggingar létu vita af því að nauðsynlegt væri að grípa til samdráttaraðgerða vegna kostnaðar við þjónustu sem er veitt á grundvelli rammasamninga sem Sjúkratryggingar hafa gert við félögin.

Unnur Pétursdóttir formaður félags sjúkraþjálfara sagði við RÚV að þeim hafi verið sagt að þjálfun sjúkraþjálfara hafi farið fram úr fjárlögum.

Formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði að Sjúkratryggingar hafi nú þegar brotið samninginn þegar lokað var fyrir nýliðun lækna og að átta læknar hafi kært ríkið vegna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert