Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum.

„Stjórnvöld í öðrum ríkjum hafa gengið hart fram við að verja sín lönd, m.a. í Danmörku þar sem Seðlabanki Íslands var þvingaður til að selja FIH-bankann á undirverði. Hér er þjónusta við vogunarsjóði sett í 1. sæti. „Einhliða, ótvíræð og fortakslaus þjónusta,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebok-síðu sína.

Þar vísar hann í tilkynningu Seðlabanka Íslands þar sem birt er undanþága sem bankinn veitti Kaupþingi hf. frá gjaldeyrislögum árið 2016 til útgreiðslu kröfuhafa í bú Kaupþings.

„Á sama tíma lögðu ráðherrar lykkju á leið sína til að gera sem minnst úr forkaupsrétti ríkisins og efuðust jafnvel um að hann væri til staðar. Í því ljósi er áhugavert að skoða skjalið sem Seðlabankinn birti í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert