Samhljómur um að miða við áratug

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Meiningin er að birta allar greiðslur af þessu tagi til þingmanna sirka áratug aftur í tímann og við gerum það eins hratt og við getum.“

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is vegna fundar forsætisnefndar Alþingis í dag þar sem rætt var um þingfararkostnað þingmanna og áform um að gera hann aðgengilegan almenningi.

Til stendur að birta upplýsingar um kostnaðinn um tíu ár aftur í tímann sem fyrr segir og er stefnt að því að opna vefsíðu á morgun þar sem fyrstu upplýsingarnar koma fram. Síðan verða í framhaldinu bætt við frekari upplýsingum.

Steingrímur fundaði með þingflokksformönnum fyrir fundinn í nefndinni og segir hann að þar hafi flest sjónarmiðin hnigið í þá átt.

„Ég bar þau skilaboð úr röðum þingflokksformanna síðan inn í forsætisnefnd og lagði til að við myndum fela okkar fólki að hefja undirbúning að málinu á þeim forsendum. Það voru allir sáttir við það,“ segir Steingrímur.

Sagði hann yfirgnæfandi sjónarmið fyrir því að rétt sé að nálgast málin með þessum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert