Vilja ekki að bærinn leggist í eyði

Íbúar segja að vegurinn sé ónýtur.
Íbúar segja að vegurinn sé ónýtur. Ljósmynd/Eyþór Hannesson

Rúmlega 1600 manns hafa skrifað undir áskorun til Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra þar sem hann er hvattur til að bæta vegasamgöngur á milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða.

Borgarfjarðarvegur nr. 94 er Íslandi öllu til skammar. Af 70 km leið milli Borgarfjarðar og Egilsstaða eru 28 km af handónýtum malarvegi,“ segir á síðunni þar sem fólk er hvatt til að skrifa undir.

Borgfirðingar við steypuvinnuna fyrir viku.
Borgfirðingar við steypuvinnuna fyrir viku. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Íbúar steyptu sjálfir fyrstu metra að nýjum vegi í Njarðvíkurskriðum fyrir viku síðan. Þeir eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum.

Borgfirðingar segja að góðar samgöngur skipti öllu máli. Borgarfjarðarvegur hafi lengi verið á samgönguáætlun en framkvæmdum sé alltaf frestað og aðrar færðar framar. 

Við erum fá. Við viljum ekki leggjast í eyði,“ segir á síðunni en íbúar á Borgarfirði eystri eru um 120.

Hægt er að skrifa undir áskorunina hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert