Kærður fyrir brot á vopnalöggjöf

Sérsveit ríkislögreglustjóra var m.a. fengin til aðstoðar. Mynd úr safni.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var m.a. fengin til aðstoðar. Mynd úr safni. mbl.is/Styrmir Kári

Lögregla hefur látið laust fólk sem handtekið var húsi í Kópavoginum í fyrrinótt. Lögreglu bárust þá um nóttina fregnir um að maður væri þar inni vopnaður skammbyssu. Talsverður viðbúnaður var vegna málsins og var sérsveit ríkislögreglustjóra m.a. fengin til aðstoðar.

Fólkið, tveir karlar og ein kona, hafa nú verið látin laus og telst málið upplýst. Sá mannanna sem hélt á skammbyssunni hefur verið kærður fyrir brot á vopnalöggjöf, hann hefur ítrekað komist í kast við lögin. Við hús­leit var lagt hald á skamm­byssu, skot­færi og skot­helt vesti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert