Vopnaflutningar fari til utanríkisráðuneytis

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir stefnt að því að færa leyfisveitingar vegna vopnaflutninga frá samgönguráðuneyti til utanríkisráðuneytis.

Sagði Guðlaugur Þór í fréttum RÚV í kvöld það vera grundvallaratriði að alþjóðalög séu virt og að ekkert bendi til að svo hafi ekki verið þegar Air Atlanta flugfélagið fékk leyfi til vopnaflutninga, sem mikið var fjallað um í síðustu viku.

Núverandi verkferli sé hins vegar til endurskoðunar. „Það er vilji ríkisstjórnarinnar að málið sé á forræði utanríkisráðuneytisins og eftir því höfum við kallað og við erum núna að vinna að því í góðri samvinnu við samgönguráðuneytið,“ sagði Guðlaugur Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert