Ræða vantrauststillögu í dag

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Hari

Vantrauststillaga sem lögð hefur verið fram gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra verður tekin fyrir á þingi síðar í dag.

RÚV greinir frá en Steingrímur J. Sigfússon þingforseti fundaði með þingflokksformönnum klukkan 13. Niðurstaða fundarins var sú að vantrauststillagan yrði tekin fyrir á eftir. 

Umræður um vantrauststillöguna hefjast klukkan 16.30 í dag. Búist er við því að atkvæðagreiðsla um tillöguna hefjist rétt fyrir 19.00. Önnur mál sem átti að taka fyrir í dag voru tekin af dagskrá.

Fyrirkomulag umræðna er með þeim hætti að flokkur framsögumanns fær 15 mínútur, flokkur ráðherra fær einnig 15 mínútur en aðrir þingflokkar fá 12 mínútur. Síðan fá allir þingflokkar þrjár mínútur í lok umræðu. Samfylking hefur umræðuna, en Píratar eru fyrstir í síðari umferð.

Þing­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar og Pírata hafa lagt fram van­traust­stil­lögu á dóms­málaráðherra vegna fram­göngu henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Til­lag­an var send inn laust fyr­ir miðnætti í gær.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í morgun að nú væri kominn tími til að fólk tæki afstöðu hvort það treysti ráðherra eða ekki.

Sigríður sagði sjálf fagna því að hennar störf yrðu rædd. Ráðherra sagðist ganga út frá því að njóta stuðnings þingsins í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert