Lögregluaðgerð á Ægisíðu

Sérsveitarmaður að störfum skammt frá bensínstöð N1 við Ægisíðu.
Sérsveitarmaður að störfum skammt frá bensínstöð N1 við Ægisíðu. mbl.is/Eggert

Lögregluaðgerð stendur nú yfir við Ægisíðu í Reykjavík. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært kl. 9.32:

Samkvæmt upplýsingum mbl.is eru tveir sérsveitarbílar á staðnum. Búið er að girða af svæði við Ægisíðuna. 

Lögreglan hefur beðið starfsmenn N1-stöðvarinnar við Ægisíðu um að fara ekki út af stöðinni.

Starfsmennirnir eru þrír talsins en engir viðskiptavinir eru staddir þar inni. Allt er þó með kyrrum kjörum inni á N1-stöðinni sjálfri. 

Sérsveitarmaður með skjöld og í skotheldu vesti er staddur á svæðinu. Slökkviliðsbílar eru einnig á staðnum. 

Lögreglan á staðnum hefur ekki viljað veita upplýsingar um stöðu mála. Svo virðist sem athygli lögreglunnar beinist að íbúðarhúsnæði við Ægissíðuna en ekki N1-stöðinni. Þar voru starfsmenn beðnir um að skella í lás.

Uppfært kl 10:14:

Foreldrar leikskólabarna á leikskólanum Ægisborg, sem er við hlið N1-stöðvarinnar á Ægissíðu, fengu áðan sendan tölvupóst með upplýsingum um að börnunum yrði haldið inni en að ekkert væri að óttast.

Sérsveitarmenn eru komnir inn í hús við Ægisíðu. Vopnaður hópur sérsveitarmanna stendur einnig fyrir utan húsið.  

Lögreglan að störfum við Ægissíðu.
Lögreglan að störfum við Ægissíðu. mbl.is/Eggert
Lögreglan að störfum við Ægisíðu.
Lögreglan að störfum við Ægisíðu. mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
Lögreglan að störfum við Ægissíðu.
Lögreglan að störfum við Ægissíðu. mbl.is/Eggert
mbl.is/Hjörtur
mbl.is/Hjörtur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert