Keyrði bara 2.000 kílómetra í janúar

Ásmundur segir ferðakostnað hans vegna eigin bíls í janúar hafa …
Ásmundur segir ferðakostnað hans vegna eigin bíls í janúar hafa verið 212 þúsund krónur. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist aðeins hafa keyrt 2092 kílómetra í janúar og því sé af og frá að hann sé að þiggja 20 þúsund krónur í dag í innlendan ferðakostnað vegna ferða á eigin bíl.

Fram kemur á heimasíðu Alþingis að Ásmundur hafi þegið tæplega 600 þúsund krónur í innlendan ferðakostnað í janúarmánuði, en tekið er fram að einhverjir reikninganna sem stofnað var til á síðari hluta ársins 2017 hafi borist í janúar 2018 og því bókast á þann mánuð. Ásmundur segir það skýra þá háu upphæð sem skráð sé á hann fyrir janúar á vef Alþingis.

Segist hann hafa skilað inn þrettán færslum fyrir janúarmánuð, þeirri fyrstu dagsettri 6. janúar og síðustu dagsettri 27. janúar. Samtals séu þetta 2092 kílómetrar og geri um 212 þúsund krónur í innlendan ferðakostnað vegna ferða á eigin bíl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert