Vegurinn lagður um Teigsskóg

Þéttur birkiskógur og kjarr er í Teigsskógi.
Þéttur birkiskógur og kjarr er í Teigsskógi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Sveitarstjórn Reykhólahrepps ákvað á fundi sínum í gær að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit skuli liggja um Teigsskóg. Fjórir sveitarstjórnarmenn greiddu atkvæði með þessari leið en einn var á móti.

Lengi hefur verið deilt um nýjan veg á þessum slóðum. Sveitarstjórnin hefur að undanförnu skoðað tvo möguleika, leið Þ-H sem fer um Teigsskóg og Vegagerðin taldi besta, og leið D2 sem Skipulagsstofnun mælti með. Sú síðarnefnda, með jarðgöngum undir Hjallaháls, hefur minni umhverfisáhrif en er mun dýrari.

„Við viðurkennum að það eru meiri neikvæð umhverfisáhrif af þessari leið en hins vegar hefur hún jákvæð samfélagsleg áhrif. Hún bætir samgöngur og eykur umferðaröryggi. Þá er verulegur munur á kostnaði,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg segir um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að lagning vegarins um Teigsskóg muni kosta rúma sjö milljarða króna en hinn kosturinn, gangaleiðin, myndi kosta rúma 13 milljarða króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert