Gefa ekki upp tölur í formannskjöri

Frá landsþingi Viðreisnar.
Frá landsþingi Viðreisnar.

Ekki fæst upp gefið hversu mörg atkvæði eru á bak við kjör Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Þorsteins Víglundssonar í embætti formanns og varaformanns Viðreisnar á landsþingi flokksins um helgina.

Greint var frá því að Þorgerður hefði hlotið 95,3% atkvæða og Þorsteinn 98,5% atkvæða.

Þegar Morgunblaðið óskaði eftir nánari upplýsingum um kjörið sagði Ásdís Rafnar, formaður kjörstjórnar, að ákveðið hefði verið að gefa ekki upp hversu mörg atkvæði voru greidd á fundinum eða hversu margir sóttu hann, að því er fram kemur í umfjöllun um landsþing Viðreisnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert