Sá sem olli slysinu ók á röngum vegarhelmingi

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti um klukkan 19 með þá slösuðu við …
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti um klukkan 19 með þá slösuðu við Landspítalann. mbl.is/Árni Sæberg

Allt bendir til þess að öðrum bílnum hafi verið ekið á röngum vegarhelmingi, segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, varðandi alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi síðdegis í gær. Þrír voru fluttir alvarlega slasaðir á Landspítalann. 

Svo heppilega vildi til að næsti bíll við slysið var lögreglubíll. „Já, hann veitti þessu fyrstur athygli. Það flýtti fyrir öllu viðbragði að hafa fagmann á vettvangi sem gat metið hver þörfin var,“ segir Oddur.

Suðurlandsvegur var lokaður í rúma fjóra klukkutíma við Iðjuvelli í kjölfar slyssins meðan unnið var að rannsókn þess og bílarnir tveir fjarlægðir. Ekki var unnt að aka um neina hjáleið og því mynduðust nokkurra kílómetra langar biðraðir. Lögregla stýrði umferð fyrst um sinn eftir að vegurinn var opnaður, til að greiða úr flækjunum.

Fimm hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári og reglulega er greint frá alvarlegum slysum. Alls létust 16 í 13 banaslysum í umferðinni í fyrra en alvarleg umferðarslys voru 156 það árið, samkvæmt tölum Umferðarstofu. 189 slösuðust alvarlega í umferðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert